Pedro kom Chelsea í undanúrslitin

Pedro kom Chelsea yfir undir lok fyrri hálfleiks framlengingarinnar í ...
Pedro kom Chelsea yfir undir lok fyrri hálfleiks framlengingarinnar í Leicester. AFP

Chelsea varð fjórða og síðasta liðið til að komast í undanúrslit ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu með því að sigra Leicester, 2:1, í framlengdum leik á King Power-leikvanginum í Leicester í dag.

Álvaro Morata kom Chelsea yfir á 42. mínútu en Jamie Vardy jafnaði fyrir Leicester á 76. mínútu. Það var síðan Pedro Rodridguez sem skoraði sigurmarkið í lok fyrri hálfleiks framlengingar.

Það eru því Chelsea, Manchester United, Tottenham og Southampton sem eru komin í undanúrslitin.

Leicester 1:2 Chelsea opna loka
120. mín. Leik lokið Chelsea er fjórða og síðasta liðið til að komast í undanúrslitin.
mbl.is