Salah er að nálgast Messi

Mohamed Salah fagnar marki gegn Watford.
Mohamed Salah fagnar marki gegn Watford. AFP

Það eru eflaust einhverjir búnir að gleyma því að Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, lék 13 leiki fyrir Chelsea frá 2014-2016.

Jose Mourinho, þáverandi knattspyrnustjóri Chelsea, gat lítið notað Egyptann og var hann fyrst lánaður til Fiorentina, og að lokum seldur til Roma. Þar spilaði hann mjög vel og skoraði hann t.a.m. að meðaltali í öðrum hverjum leik sem hann spilaði á síðustu leiktíð.

Það varð til þess að Liverpool var reiðubúið að borga um 40 milljónir punda fyrir leikmanninn. Ekki voru allir sannfærðir um að það væri rétt ákvörðun, eftir tíma hans hjá Chelsea. Salah hefur hins vegar raðað inn mörkunum hjá Liverpool, nánast frá fyrsta degi.

Markahæstur í Evrópu

Salah var allt í öllu í 5:0-sigri Liverpool á heimavelli gegn Watford á laugardaginn var. Hann skoraði fjögur mörk og lagði auk þess upp mark á Roberto Firmino. Salah er sjálfur hógvær og talaði um liðsfélaga sína í viðtölum eftir leik. Hann myndi sennilega ekki bera sjálfan sig saman við Lionel Messi og Cristiano Ronaldo. Jürgen Klopp var hins vegar spurður út í hvort Salah væri kominn á sama stall og Messi.

„Hann er að komast þangað, en hann vill ekki vera borinn saman við Messi, því Messi er að gera það sem hann hefur gert síðustu árin. Síðasti leikmaðurinn sem hafði svona góð áhrif á liðsframmistöðu var Diego Maradona,“ sagði Klopp um Messi, áður en talaði meira um Salah. „Mo er að spila frábærlega, það er ljóst. Hann er með hæfileikana og hann sýnir þá hvað eftir annað og það hjálpar okkur. Strákarnir elska að spila með Mo og hann elskar að spila með þeim,“ sagði Þjóðverjinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert