Veit ekki hvað er í gangi

Paul Pogba á æfingu með franska landsliðinu í gær.
Paul Pogba á æfingu með franska landsliðinu í gær. AFP

Didier Deschamps landsliðsþjálfari Frakka í knattspyrnu segir að Paul Pogba miðjumaður Manchester United geti ekki verið ánægður með stöðu sína hjá félaginu.

Frakkinn kom til Manchester United frá ítalska liðinu Juventus árið 2016 fyrir 89 milljónir punda og varð hann um tíma dýrasti knattspyrnumaður heims.

Pogba hefur átt erfitt uppdráttar síðustu vikur og mánuði og var til að mynda ónotaður varamaður í bikarsigri United gegn Brighton um síðustu helgi eftir að hafa komið inná sem varamaður í Meistaradeildarleiknum á móti Sevilla í síðustu viku.

„Ég veit ekki hvað er í gangi. Ég hef ekki rætt við Paul ennþá en ég er viss um að heyra meira um þetta þegar ég leita eftir útskýringum hans. En auðvitað er þetta staða sem hann er ekki ánægður með,“ sagði Deschamps við fréttamenn en Pogba er í landsliðshópi Frakka sem mætir Kólumbíu og Rússlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert