Yrði stjarna hjá Barcelona

Christian Eriksen fagnar marki með Tottenham.
Christian Eriksen fagnar marki með Tottenham. AFP

Age Hareide, landsliðsþjálfari Dana í knattspyrnu, hrósar danska landsliðsmanninum Christian Eriksen í hástert en Eriksen hefur átt frábært tímabil með Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.

„Látið hann fá boltann og þá talar boltinn fyrir hann hvar sem er. Christian er sá leikmaður sem verður bara betri ef hann tekst á við betri leikmenn. Þegar maður skoðar leikmenn sem spila á miðsvæðinu með Real Madrid og Barcelona þá er enginn þeirra betri en Christian,“ sagði Hareide við fréttamenn í dag.

„Luka Modric kom til Real Madrid frá Tottenham og hann var ekki eins góður og Christian Eriksen. Hann yrði heillandi leikmaður í spænsku deildinni og sérstaklega með Barcelona. Hann yrði frábær viðbót á miðjuna hjá Barcelona óháð því hvað gerist hjá Iniesta í sumar.“

Eriksen, sem er 26 ára gamall, hefur skoraði 7 mörk í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og hefur átt 8 stoðsendingar. Hann kom til Tottenham frá hollenska liðinu Ajax árið 2013.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert