Fólk með heila skilur hvað er að gerast

José Mourinho.
José Mourinho. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, skilur ekki hvers vegna stuðningsmenn félagsins gagnrýna hann fyrir leiðinlega spilamennsku. Hann segir alla sem eru með heila skilja að félagið er að ganga í gegnum breytingar.

„Ég skil að fólk var ekki sátt þegar við féllum úr leik í Meistaradeildinni, en ég skil ekki meira en það,“ sagði Mourinho um þá gagnrýni sem hann hefur fengið. „Öll félög hafa gengið í gegnum breytingar á einhverjum tímapunkti, það er eðlilegt.“

„Það er eitt lið fyrir ofan okkur, en 18 fyrir neðan okkur. Við viljum auðvitað hafa 19 lið fyrir neðan okkur en svona er þetta. Fólk með heila skilur hvað er að gerast hjá félaginu. Félagið er að ganga í gegnum ákveðið ferli. Miðað við það erum við á góðum stað,“ sagði Portúgalinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert