Kemur til greina að selja Lacazette

Alexandre Lacazette hefur ekki náð að heilla forráðamenn Arsenal.
Alexandre Lacazette hefur ekki náð að heilla forráðamenn Arsenal. AFP

Alan Smith, fyrrverandi leikmaður enska fótboltaliðsins Arsenal og núverandi sjónvarpsmaður á Sky Sports, segir það koma til greina hjá Arsenal að selja framherjann Alexandre Lacazette eftir aðeins eitt tímabil hjá félaginu.

Lacazette var um tíma dýrasti leikmaðurinn í sögu Arsenal, en félagið borgaði Lyon 46,5 milljónir punda fyrir þjónustu hans. Framherjinn skoraði 129 mörk fyrir Lyon, en það hefur gengið illa að finna netmöskvana á Englandi, eins og níu mörk í 29 leikjum gefa til kynna. 

„Hann er kannski ekki leikmaðurinn sem Arsenal hélt hann væri. Hann byrjaði ágætlega, en það er hægt að vera mjög góður í Frakklandi, en ekki ná sér á strik á Englandi. Fleiri leikmenn hafa komið frá Frakklandi og ekki náð sér á strik með Arsenal. Það gæti farið svo að félagið selji hann,“ sagði Smith. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert