Íþróttir
|
Enski boltinn
| mbl
| 15.4.2018
| 16:47
Man. Utd - WBA, staðan er 0:1
WBA vann Manchester United með einu marki gegn engu á Old Trafford í dag. Úrslitin þýða að Manchester United getur ekki lengur náð nágrönnum sínum í City að stigum og er því Manchester City Englandsmeistari.
Það var Jay Rodriguez sem skoraði sigurmark leiksins á 73. mínútu með skalla úr teignum eftir hornspyrnu. Leikurinn var bragðdaufur og heimamenn náðu sér aldrei á strik.
Sigurinn var kærkominn fyrir WBA, en liðið er í 20. sæti með 24 stig. WBA er þremur stigum á eftir Stoke sem er í 19. sæti og á leik til góða.
Uppfærist sjálfkrafa meðan leikur er í gangi