Carroll bjargaði stigi fyrir West Ham

Marko Arnautovic sækir að Bruno Martins í leik West Ham …
Marko Arnautovic sækir að Bruno Martins í leik West Ham og Stoke í kvöld. AFP

West Ham og Stoke City skildu jöfn, 1:1, þegar liðin áttust við í ensku úrvalsdeildinni á London Stadium, heimavelli West Ham, í kvöld.

Peter Crouch kom Stoke yfir á 79. mínútu en hann var þá búinn að vera inni á vellinum í sjö mínútur. Crouch skoraði markið af stuttu færi eftir að Joe Hart, markvörður West Ham, hafði gert sig sekan um slæm mistök þegar hann missti boltann frá sér eftir aukaspyrnu frá Xherdan Shaqiri.

Það stefndi allt í afar mikilvægan sigur Stoke en Roy Carroll reyndist hetja West Ham. Hann jafnaði metin á 90. mínútu, nýkominn inn á sem varamaður. Caroll skoraði glæsilegt mark með viðstöðulausu skoti eftir fyrirgjöf frá Aaron Creswell.

Stoke er áfram í næstneðsta sæti deildarinnar með 28 stig, er fimm stigum frá öruggu sæti í deildinni. West Ham er í 14. sætinu með 35 stig.

West Ham 1:1 Stoke opna loka
90. mín. Papa Alioune Ndiaye (Stoke) fær gult spjald +1
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert