Missir Alonso af bikarleiknum?

Marcos Alonso
Marcos Alonso AFP

Marcos Alonso, varnarmaður Chelsea, gæti átt yfir höfði sér leikbann vegna brots á Shane Long leikmanni Southampton. 

Enska knattspyrnusambandið hefur kært atvikið til aganefndar sambandsins en vilji Alonso taka til varna þá hefur hann frest þar til seinni part miðvikudags. 

Atvikið fór framhjá dómurum leiksins en Mark Hughes, knattspyrnustjóri Southampton og fyrrverandi leikmaður Chelsea, sagði brotið hafa verið það alvarlegt að Long hafi verið heppinn að fótbrotna ekki. 

Sky Sports telur líkur vera á því að Alonso fá þriggja leikja bann og þá myndi hann missa af undanúrslitaleiknum í bikarkeppninni sem er einmitt á móti Southampton næsta sunnudag.

Shane Long
Shane Long AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert