Tottenham getur farið upp að hlið Liverpool

Harry Kane reynir að hrella varnarmenn Brighton í kvöld.
Harry Kane reynir að hrella varnarmenn Brighton í kvöld. AFP

Tottenham getur rennt sér upp að hlið Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld þegar liðið heimsækir Brighton á suðurströndinni. 

Tottenham er með 67 stig eftir 33 leiki í 4. sæti en Liverpool 70 stig eftir 34 leiki. Tottenham lék á laugardaginn á heimavelli gegn meisturunum í Manchester City og tapaði 1:3. 

Brighton lék einnig á laugardaginn og tapaði fyrir Crystal Palace á útivelli 3:2 í fjörugum leik. Brighton er í 13. sæti með 35 stig og er sjö stigum frá fallsæti. 

mbl.is