Tekur Vieira við Arsenal?

Patrick Vieira og Arsene Wenger fagna afreki sínu í maí …
Patrick Vieira og Arsene Wenger fagna afreki sínu í maí 2004. AFP

Ekkert hefur enn kvisast út um það hvort Arsenal sé komið með einhvern sérstakan í sigtið til að taka við af knattspyrnustjóranum Arsene Wenger í sumar. Veðbankarnir sofa aldrei og eru komnir af stað. Þar á bæ er talið mjög líklegt að fyrrverandi leikmaður Arsenal, Patrick Vieira, verði fyrir valinu. 

Vieira er talinn líklegastur hjá einum vinsælum veðbanka og en í þriðja sæti hjá öðrum. Þar er hins vegar landsliðsþjálfari Þýskalands, Joachim Löw, talinn líklegastur. Hann gæti tekið við liðinu að HM loknu í Rússlandi. 

Aðrir sem nefndir eru sem líklegir til að taka við af Wenger eru Brendan Rodgers, Thomas Tuchel sem stýrði Dortmund og Carlo Ancelotti. 

Ferill Vieira sem knattspyrnustjóri er hafinn því hann stýrir liði New York í Bandaríkjunum. Áður var hann þrjá vetur með varaliðið hjá Manchester City. 

Hann lék með Arsenal á árunum 1996 - 2005 undir stjórn Wenger og var í stóru hlutverki árið 2004 þegar Arsenal fór taplaust í gegnum deildina. Vieira varð auk þess heims- og Evrópumeistari með Frökkum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert