Aron tryggði Cardiff mikilvægan sigur

Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. Ljósmynd/Cardiff

Aron Einar Gunnarsson og liðsfélagar hans í Cardiff City eru komnir aftur í 2. sæti ensku B-deildarinnar í fótbolta eftir 2:1-sigur á Nottingam Forest á heimavelli sínum í kvöld. Aron skoraði sigurmarkið á 74. mínútu. 

Sean Morrison kom Cardiff yfir á 35. mínútu áður en Liam Bridcutt jafnaði leikinn. Aron Einar skoraði hins vegar eftir undirbúning Sol Bamba og sá til þess að Cardiff fór upp í 86 stig. 

Cardiff er nú með stigi meira en Fulham sem er í þriðja sæti og eiga Aron og félagar leik til góða. Cardiff nægir því tvo sigra í síðustu þremur leikjum sínum til að tryggja annað sætið og fara upp um deild. Markið var það fyrsta sem Aron skorar á leiktíðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert