Fáum of mikla gagnrýni

Jose Mourinho hvetur sína menn áfram í kvöld.
Jose Mourinho hvetur sína menn áfram í kvöld. AFP

„Við áttum þetta skilið. Ef við skiptum leiknum niður í nokkra leikhluta vorum við sterkari aðilinn í fleiri leikhlutum, líka þegar þeir voru með boltann," sagði Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United eftir 2:1-sigurinn á Tottenham í undanúrslitum enska bikarsins í fótbolta í kvöld. 

„Við misstum aðeins stjórnina þegar við lentum undir en við töluðum saman í hálfleik og urðum skipulagðari. Stuðningsmennirnir voru líka frábærir."

United hefur fengið mikla gagnrýni fyrir slaka knattspyrnu á leiktíðinni og er Mourinho ekki sáttur við það. 

„Við ættum að spyrja okkur sjálfa af hverju við erum gangrýndir svona mikið. Við gætum náð 2. sæti og það er afrek miðað við öll frábæru liðin sem við þurfum að spila við. Þetta er líka fjórði úrslitaleikurinn á síðustu fjórum árum. Við erum gagnrýndir of mikið," sagði Mourinho. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert