Næstu menn 16 árum frá því að slá Wenger við

Arsene Wenger gerði einhver sín bestu kaup fyrir Arsenal þegar …
Arsene Wenger gerði einhver sín bestu kaup fyrir Arsenal þegar hann krækti í franska sóknarmanninn Thierry Henry frá Juventus árið 1999. Saman unnu þeir deildina tvisvar og ensku bikarkeppnina tvisvar. AFP

„Í fyrstu spurði ég sjálfan mig hvað þessi Frakki héldi að hann vissi eiginlega um fótbolta. Hann var með gleraugu og leit meira út eins og kennari. Hann verður ekki eins góður og George Graham, hugsaði ég með mér. Ég meina, getur hann talað ensku almennilega?“

Þetta sagði Tony Adams, þáverandi fyrirliði Arsenal, eftir að Frakki sem fáir í Englandi könnuðust við kom frá Japan til að taka við sem knattspyrnustjóri Arsenal haustið 1996. Sá heitir Arsene Wenger, reyndist hafa umtalsvert vit á fótbolta og hélt Arsenal í hópi albestu liða Englands næstu tvo áratugi.

Wenger, sem er 68 ára gamall, tilkynnti í gær að hann myndi hætta sem stjóri Arsenal að lokinni þessari leiktíð. Sumir segja að það geri hann 2-3 árum of seint, í ljósi þess að þar til á síðustu leiktíð hafði Arsenal aldrei endað neðar en í 4. sæti í úrvalsdeildinni undir stjórn Frakkans. Í fyrra varð Arsenal þó bikarmeistari í sjöunda sinn undir stjórn Wengers og hann getur enn kvatt með titli því liðið er komið í undanúrslit Evrópudeildarinnar.

Sjá umfjöllun um brotthvarf Wengers úr enska boltanum í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert