Chelsea í úrslit annað árið í röð

Alvaro Morata og Cesar Azpilicueta fagna marki þess fyrrnefnda í …
Alvaro Morata og Cesar Azpilicueta fagna marki þess fyrrnefnda í dag en sá síðarnefndi lagði það upp. Victor Moses kemur askvaðandi í fagnaðarlætin. AFP

Chelsea er komið í úrslitaleik enska bikarsins annað árið í röð eftir 2:0 sigur á Southampton í undanúrslitum sem fram fóru á Wembley í Lundúnum í dag. Framherjar þeirra bláu sáu um markaskorunina í dag hvor í sínu lagi. Chelsea mætir Manchester United í úrslitaleik 19. maí næstkomandi.

Frakkinn Olivier Giroud kom Chelsea yfir er hann prjónaði sig í gegnum vörn Southampton eftir frábæran undirbúning frá Eden Hazard strax á 46. mínútu rétt eftir að dómarinn hafði flautað síðari hálfleikinn af stað.

Giroud fór svo af velli á 80. mínútu og inn kom Alvaro Morata sem tvöfaldaði forystu Chelsea aðeins tæpum tveimur mínútum eftir að hafa komið inn á, 2:0 og urðu það lokatölur.

Southampton-liðið var ekki langt frá því að jafna metin þegar staðan er 1:0 er varamaðurinn Nathan Redmond skaut á markið fyrir utan teig er 18 mínútur voru eftir en Willy Caballero í markinu hjá Chelsea varði mjög vel. Mikil hætta var við mark Chelsea í hornspyrnunni sem fylgdi en bláliðar sluppu með skrekkinn.

Chelsea er þar með komið í úrslitaleik enska bikarins annað árið í röð en í fyrra tapaði liðið gegn Arsenal, 2:1.

Olivier Giroud ræðir við Maya Yoshida, varnarmann Southampton, í dag. …
Olivier Giroud ræðir við Maya Yoshida, varnarmann Southampton, í dag. Hart barist. AFP
Chelsea 2:0 Southampton opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert