Englandsmeistararnir stóðu undir nafni

Kevin De Bruyne skoraði glæsilegt mark í dag.
Kevin De Bruyne skoraði glæsilegt mark í dag. AFP

Leikmenn Swansea stóðu heiðursvörð fyrir Englandsmeistara Manchester City sem aftur á móti burstuðu gestina 5:0 á Etihad-vellinum í Manchester í ensku úrvalsdeildinni. Var þetta fyrsti leikurinn sem Manchester City spilar eftir að liðið varð meistari á dögunum. Liðið lyfti bikarnum þó ekki á loft eftir leikinn en hátíðarhöldin verða þann 6. maí næstkomandi er liðið tekur á móti Huddersfield.

Spilamennska Manchester City í dag var sú sama og skilaði liðinu titlinum. Swansea komst hvorki lönd né strönd, á meðan Kevin de Bruyne stýrði spilamennsku heimamanna eins og hershöfðingi á meðan

David Silva kom liðinu í 1:0 á 12. mínútu og Raheem Sterling tvöfaldaði forystuna fjórum mínútum síðar.

Kevin de Bruyne sjálfur skoraði svo laglegt mark á 54. mínútu með þrumuskot í vinkilinn á 54. mínútu. Bernardo Sivla skoraði fjórða markið á 64. mínútu er hann fylgdi á eftir mislukkaðri vítaspyrnu Gabriel Jesus sem rak aftur á móti smiðshöggið á 88. mínútu og skilaði liðinu 5:0 sigri.

Gríðarlegur fögnuðu braust út á Etihad-vellinum eftir leikinn þar sem áhorfendur hlupu inn á völlinn og fögnuðu leikmönnum City, helst til of harkalega, að því er virtist, þar sem Benjamin Mendy og Vincent Kompany, voru manna vinsælastir.

Stuðningsmenn City hlaupa inn á völlinn í dag.
Stuðningsmenn City hlaupa inn á völlinn í dag. AFP
David Silva kemur City í 1:0 í dag.
David Silva kemur City í 1:0 í dag. AFP
Man. City 5:0 Swansea opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert