Tekur Gerrard við Rangers?

Steven Gerrard.
Steven Gerrard. Ljósmynd/liverpoolfc.com

Steven Gerrard, fyrrverandi fyrirliði Liverpool og leikmaður enska landsliðsins, þykir líklegastur hjá veðbönkum að verða næsti stjóri skoska úrvalsdeildarliðsins Rangers.

Gerrard er þjálfari hjá akademíu Liverpool en þessi frábæri leikmaður lagði skóna á hilluna árið 2016 eftir hafa tekið eitt tímabil með LA Galaxy í Bandaríkjunum. Hann lék tæplega 600 leiki með Liverpool en var í febrúar á síðasta ári ráðinn þjálfari hjá akademíunni.

Graeme Murty er núverandi stjóri hjá Rangers og gildir samningur hans út þessa leiktíð en ekki er reiknað með því að samningur hans við skoska félagið verði framlengdur.

mbl.is