Hart og Wilshere úti í kuldanum

Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englendinga.
Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englendinga. AFP

Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu tilkynnti í dag um það hvaða 23 leikmenn leika með enska landsliðinu á HM í knattspyrnu í Rússlandi í sumar.

Markvörðurinn Joe Hart og Jack Wilshere hlutu ekki náð fyrir augum Southgate eins og enskir fjölmiðlar höfðu komist á snoðir um í gær. Báðir léku þeir með Englendingum á EM fyrir tveimur árum þar sem England tapaði gegn Íslendingum í 16-liða úrslitunum.

Leikmannahópur Englendinga:

Markverðir: Jack Butland, Jordan Pickford, Nick Pope.

Varnarmenn: Kyle Walker, Kieran Trippier, Alexander-Arnold, John Stones, Gary Cahill, Phil Jones, Harry Maguire, Ashley Young, Danny Rose.

Miðjumenn: Eric Dier, Fabian Delph, Jordan Henderson, Loftus-Cheek, Jesse Lingard, Dele Alli, Raheem Sterling.

Framherjar: Harry Kane, Marcus Rashford, Jamie Vardy, Danny Welbeck.

mbl.is