Klopp færði ungstirninu tíðindin um HM

Jürgen Klopp og Trent Alexander-Arnold á góðri stundu.
Jürgen Klopp og Trent Alexander-Arnold á góðri stundu. AFP

Hinn 19 ára gamli Trent Alexander-Arnold, bakvörður Liverpool, var í dag valinn í lokahóp Englands fyrir heimsmeistaramótið í knattspyrnu í Rússlandi í sumar. Kappinn á engan landsleik að baki en hefur komið sterkur inn í lið Liverpool á tímabilinu.

Alexander-Arnold ferðaðist í dag til Spánar með Liverpool þar sem liðið býr sig undir úrslitaleik Meistaradeildarinnar við Real Madrid síðar í mánuðinum. Hann greindi frá því að það hafi verið Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, sem sagði honum gleðitíðindin.

„Þetta var ótrúleg stund að heyra að ég væri að fara á HM. Við vorum að fara upp í vélina til Spánar þegar stjórinn kom og talaði við mig. Hann spurði mig hvort ég væri búinn að plana eitthvað sumarfrí á meðan HM stendur yfir, en ég neitaði því. Þá sagði hann: „Það er gott, þú ert nefnilega í hópnum!“ Þetta var ótrúlegt að heyra,“ sagði Alexander-Arnold.

mbl.is
L M Stig
1 Úrúgvæ 3 5:0 9
2 Rússland 3 8:4 6
3 Sádi-Arabía 3 2:7 3
4 Egyptaland 3 2:6 0
L M Stig
1 Spánn 3 6:5 5
2 Portúgal 3 5:4 5
3 Íran 3 2:2 4
4 Marokkó 3 2:4 1
L M Stig
1 Frakkland 3 3:1 7
2 Danmörk 3 2:1 5
3 Perú 3 2:2 3
4 Ástralía 3 2:5 1
L M Stig
1 Króatía 3 7:1 9
2 Argentína 3 3:5 4
3 Nígeria 3 3:4 3
4 Ísland 3 2:5 1
L M Stig
1 Brasilía 3 5:1 7
2 Sviss 3 5:4 5
3 Serbía 3 2:4 3
4 Kostaríka 3 2:5 1
L M Stig
1 Svíþjóð 3 5:2 6
2 Mexíkó 3 3:4 6
3 Suður-Kórea 3 3:3 3
4 Þýskaland 3 2:4 3
L M Stig
1 Belgía 3 9:2 9
2 England 3 8:3 6
3 Túnis 3 5:8 3
4 Panama 3 2:11 0
L M Stig
1 Kólumbía 3 5:2 6
2 Japan 3 4:4 4
3 Senegal 3 4:4 4
4 Pólland 3 2:5 3
Sjá alla riðla