Moyes hættur hjá West Ham

David Moyes.
David Moyes. AFP

David Moyes er hættur sem knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins West Ham en félagið staðfestir þetta á vef sínum í dag.

Moyes, fyrrum stjóri Everton og Manchester United, tók við stjórastarfinu hjá West Ham í nóvember eftir að Slaven Bilic var látinn poka sinn. Moyes gerði samning við Lundúnaliðið sem gilti út tímabilið og nú hefur stjórn West Ham ákveðið að framlengja ekki samning Skotans við félagið.

West Ham hafnaði í 13. sæti í ensku úrvalsdeildinni á nýafstaðinni leiktíð en þegar Moyes tók við liðinu var það í fallsæti.
mbl.is