West Ham ætlar sér Benítez

Rafael Benitez er eftirsóttur.
Rafael Benitez er eftirsóttur. AFP

Forráðamenn West Ham ætla að leggja allt í sölurnar til þess að fá Rafael Benítez, knattspyrnustjóra Newcastle, til þess að færa sig um set og taka við liðinu.

David Moyes fór frá West Ham í dag, en hann tók við liðinu af Slaven Bilic í nóvember. Hann samdi út tímabilið og ákvað stjórn West Ham ekki að framlengja samninginn. Munu forráðamenn félagsins ætla sér að hafa samband við Newcastle um Benítez á næstu dögum eftir því sem Sky greinir frá í kvöld.

West Ham hafnaði í 13. sæti í ensku úr­vals­deild­inni á ný­af­staðinni leiktíð en þegar Moyes tók við liðinu var það í fallsæti. Newcastle hafnaði í 10. sæti eftir að Benítez stýrði liðinu upp úr B-deildinni fyrir ári.

mbl.is