Carvalhal farinn frá Swansea

Carlos Carvalhal.
Carlos Carvalhal. AFP

Carlos Carvalhal hefur látið af störfum sem knattspyrnustjóri velska liðsins Swansea City en undir hans stjórn féll liðið úr ensku úrvalsdeildinni á nýafstaðinni leiktíð.

Forráðamenn Swansea ákváðu að bjóða Portúgalanum ekki nýjan samning en hann tók við liðinu af Paul Clement þegar hann var rekinn í desember.

Carvalhal byrjaði vel og um tíma leit út fyrir að Swansea myndi halda sæti sínum en gengi þess á lokasprettinum var slakt og liðið féll ásamt Stoke og WBA.

mbl.is