Darren Moore áfram með WBA

Darren Moore heldur áfram hjá WBA.
Darren Moore heldur áfram hjá WBA. AFP

Enska knattspyrnufélagið West Bromwich Albion staðfesti í dag ráðningu Darren Moore sem knattspyrnustjóri liðsins. Moore tók tímabundið við af Alan Pardew undir lok nýliðinnar leiktíðar og var nálægt því að bjarga liðinu frá falli.

WBA var tíu stigum frá öruggu sæti er Moore tók við, en undir hans stjórn tapaði liðið ekki leik í apríl; vann þrjá og gerði tvö jafntefli og bætti hann spilamennskuna til muna. 

Hann náði hins vegar ekki að koma í veg fyrir fall og leikur WBA því í B-deildinni á næsta tímabili. 

mbl.is