Lambert yfirgefur Stoke

Paul Lambert er farinn frá Stoke City.
Paul Lambert er farinn frá Stoke City. AFP

Enska knattspyrnuliðið Stoke City, sem féll úr ensku úrvalsdeildinni á nýafstaðinni leiktíð eftir 10 ára samfellda veru í deild þeirra bestu, hefur ákveðið leita að nýjum knattspyrnustjóra.

Stoke hefur ákveðið að losa sig við knattspyrnustjórann Paul Lambert. Hann tók við liðinu af Mark Hughes í janúar en undir stjórn Lamberts vann liðið aðeins tvo leiki af 16 og endaði í næst neðsta sæti deildarinnar.

„Félagið mun ráða nýjan knattspyrnustjóra eins fljótt og mögulegt er til þess að hann fái tíma til að undirbúa liðið fyrir tímabilið í B-deildinni á næstu leiktíð,“ segir í yfirlýsingu frá Stoke City.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert