Steve McClaren orðinn stjóri QPR

Steve McClaren er orðinn stjóri QPR.
Steve McClaren er orðinn stjóri QPR. Ljósmynd/qpr.co.uk

Steve McClaren skrifaði rétt í þessu undir tveggja ára samning við enska B-deildarfélagið QPR og verður hann næsti knattspyrnustjóri liðsins. McClaren tekur við af Ian Holloway sem var rekinn í síðustu viku.

QPR verður fimmta félagið sem McClaren stýrir en hann hefur verið við stjórn hjá Middlesbrough, Nottingham Forest, Derby og Newcastle. McClaren þekkir vel til QPR því hann var aðstoðarmaður Harry Redknapp er hann var stjóri liðsins árið 2013. 

McClaren fær það verkefni að koma QPR aftur upp í deild þeirra bestu í fyrsta skipti síðan 2015. QPR hafnaði í 16. sæti á síðustu leiktíð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert