Leicester fær portúgalskan landsliðsmann

Ricardo Pereira í leik með Porto.
Ricardo Pereira í leik með Porto. AFP

Enska knattspyrnufélagið Leicester City er búið að ganga frá kaupum á Ricardo Pereira frá Porto. Pereira er hægri bakvörður sem getur líka spilað á kantinum. Pereira skrifar undir fimm ára samning en kaupverðið hefur ekki verið gefið upp.

Pereira spilaði 43 leiki fyrir Porto á leiktíðinni og þar af sjö í Meistaradeildinni. Að öllu óbreyttu verður hann í landsliðshóp Portúgala á HM í Rússlandi í sumar. 

Claude Puel, knattspyrnustjóri Leicester og Periera unnu saman hjá franska liðinu Nice árið 2015. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert