Eruð þið (!) í erfiðum riðli?

Hörður Björgvin Magnússon og Dejan Lovren í leik Íslands og …
Hörður Björgvin Magnússon og Dejan Lovren í leik Íslands og Króatíu í undankeppni HM síðasta vor. Eggert Jóhannesson

Króatinn Dejan Lovren og Senegalinn Sadio Mané, leikmenn Liverpool, voru í stuði á blaðamannafundi á Anfield í dag vegna leiks Liverpool gegn Real Madrid þann 26. maí næstkomandi í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu.

Lovren er í 24 manna hópi Króatíu sem leikur með Íslandi í riðli og virtist vera sem honum fyndist Sadio Mané gera of mikið úr riðli Senegal er hann sagði að sér þætti sá riðill erfiður. Senegal leikur í H-riðli ásamt Japan, Kólumbíu og Póllandi.

Spurður hvort hann vilji meira vinna Meistaradeild Evrópu eða heimsmeistarakeppnina sagði Mané brosandi: „Við viljum auðvitað vinna báðar keppnir,“.

„En við erum í erfiðum riðli,” sagði Mané og þá greip Lovren inn í og leyfði honum ekki að klára.

„Eruð þið (!) í erfiðum riðli?“ sagði Lovern með áherslu á „þið“.

„Hvað get ég þá sagt?” sagði Lovren, á léttum nótum líkt, en með Króatíu og Íslandi í D-riðli á HM leika Argentína og Nígería.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert