Pellegrini að taka við West Ham

Manuel Pellegrini virðist stefna á ný í ensku úrvalsdeildinni eftir …
Manuel Pellegrini virðist stefna á ný í ensku úrvalsdeildinni eftir dvöl í Kína um tveggja ára skeið. AFP

Allt virðist stefna í að Sílemaðurinn Manuel Pellegrini taki við enska úrvalsdeildarliðinu West Ham en hann fundaði með forráðamönnum félagsins í London í dag. Hann tekur við félaginu af David Moyes sem sagði upp störfum undir lok leiktíðar er félagið hóf leit að eftirmanni hans fyrir opnum tjöldum.

Fram kemur í The Guardian í dag að Pellegrini skrifi undir þriggja ára samning sem skilar honum launatékka upp á 10 milljónir punda á hverju ári, rúmlega 1,4 milljörðum íslenskra króna.

Pellegrini stýrði síðast liði Hebei China Fortune í Kína en hann gerði Manchester City að Englandsmeistara árið 2014 en var rekinn árið 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert