Arsenal sektað fyrir mótmæli

Leikmenn Arsenal hópast að Graham Scott.
Leikmenn Arsenal hópast að Graham Scott. AFP

Enska knattspyrnufélagið Arsenal hefur verið sektað um 20.000 pund vegna mótmæla leikmanna við vítaspyrnudómi í leik við Leicester í ensku úrvalsdeildinni 9. maí síðastliðinn. 

Leikmenn umkringdu Graham Scott, dómara leiksins, í kjölfar dómsins í næstsíðasta leik Arsene Wenger sem knattspyrnustjóra. 

Jamie Vardy skoraði úr spyrnunni og kom Leicester í 2:1, en leikurinn endaði með 3:1-sigri Leicester. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert