Silva að taka við Gylfa og félögum

Marco Silva gæti tekið við Gylfa og félögum.
Marco Silva gæti tekið við Gylfa og félögum. AFP

Enska knattspyrnufélagið Everton gæti gengið frá ráðningu Marco Silva í næstu viku, en hann er fyrsti kostur til að taka við af Sam Allardyce sem var rekinn á dögunum. 

Að sögn Sky Sports komu Unai Emery og Paulo Fonseca einnig til greina en Emery fer til Arsenal og Fonseca framlengdi samning sinn við Shakhtar Donetsk. 

Farham Moshiri, eigandi Everton, vill ráða knattspyrnustjóra á langtímasamning. Búist er við að Everton flytji á nýjan völl árið 2022 og vill Moshiri sjá nýja stjórann stýra liðinu á nýja vellinum. 

Everton hafði áhuga á að fá Silva til félagsins snemma á leiktíðinni en hann var þá samningsbundinn Watford. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert