Hjartað segir Liverpool en hausinn Real Madrid

Mohamed Salah og Cristiano Ronaldo verða eflaust í stórum hlutverkum ...
Mohamed Salah og Cristiano Ronaldo verða eflaust í stórum hlutverkum í úrslitaleiknum annað kvöld. AFP

Fyrrverandi leikmaður Liverpool og fyrrum þjálfari Real Madrid vonast til þess að Liverpool vinni sigur í Meistaradeildinni á morgun en þá mætast Liverpool og Real Madrid í úrslitaleiknum sem fram fer í Kiev í Úkraínu.

John Toshack er þessi maður en hann á tengingar við bæði liðin sem verða í eldlínunni á ólympíuleikvanginum í Kænugarði annað kvöld.

Spurður hvort hann hafi trú á að Liverpool geti unnið Real Madrid og fagnað sínum sjötta Evrópumeistaratitli gegn ríkjandi Evrópumeisturum Real Madrid sagði Walesverjinn;

„Hjarta mitt segir Liverpool en hausinn Real Madrid,“ sagði Toshack, sem lék með Liverpool frá 1970 til 1978 og varð þrívegis Englandsmeistari með liðinu. Hann þjálfaði lið Real Madrid á tveimur skeiðum. Fyrst 1989-90 og aftur árið 1999. Real Madrid vann Spánarmeistaratitilinn undir hans stjórn árið 1990.

„Frá sjónarhóli þess hlautlausa þá er ég gríðarlega spenntur fyrir leiknum. Með þá leikmenn sem verða inni á vellinum þá er gott tækifæri að leikurinn verði frábær. Ég vona að þetta verði 90 mínútur af frábærri skemmtun og að Liverpool lyfti bikarnum í leikslok,“ segir Toshack.

mbl.is
L M Stig
1 Rússland 2 8 6
2 Úrúgvæ 2 2 6
3 Egyptaland 2 1 0
4 Sádi-Arabía 2 0 0
L M Stig
1 Spánn 2 4 4
2 Portúgal 2 4 4
3 Íran 2 1 3
4 Marokkó 2 0 0
L M Stig
1 Frakkland 2 3 6
2 Danmörk 2 2 4
3 Ástralía 2 2 1
4 Perú 2 0 0
L M Stig
1 Króatía 2 5 6
2 Nígeria 2 2 3
3 Ísland 2 1 1
4 Argentína 2 1 1
L M Stig
1 Brasilía 2 3 4
2 Sviss 2 3 4
3 Serbía 2 2 3
4 Kostaríka 2 0 0
L M Stig
1 Mexíkó 2 3 6
2 Þýskaland 2 2 3
3 Svíþjóð 2 2 3
4 Suður-Kórea 2 1 0
L M Stig
1 England 2 8 6
2 Belgía 2 8 6
3 Túnis 2 3 0
4 Panama 2 1 0
L M Stig
1 Japan 2 4 4
2 Senegal 2 4 4
3 Kólumbía 2 4 3
4 Pólland 2 1 0
Sjá alla riðla