Klopp og þýskir pönkarar: „Madrid hafði alla helvítis heppnina“

Klopp var í stuði í nótt.
Klopp var í stuði í nótt. Ljósmynd/Facebook-síða Die Toten Hosen.

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, söng Liverpool-söngva með þýska pönkbandinu, Die Toten Hosen, Dauðu buxunum, fram eftir morgni eftir tap liðsins gegn Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í gærkvöldi.

Klopp virðist hafa verið fljótur að jafna sig á mesta svekkelsinu eftir leikinn. Að minnsta kosti reyndi Þjóðverjinn að hrista það úr sér með nokkuð spaugilegum söngvum með Dauðu buxunum.

Myndskeið af því má sjá hér að neðan en að efninu til fjallar lagið um Evrópubikarinn fallega, Madrid-inga sem höfðu „alla helvítis heppnina með sér“ og væntanlega komu bikarisns til Liverpool-borgar á næsta ári.

Toten Hosen er nokkuð þekkt band í Þýskalandi og hefur 1,1 milljón fylgjenda á Facebook.

Á Facebook-síðu hljómsveitarinnar má svo sjá annað myndskeið þar sem sungið er á þýsku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert