Karius var sendur í höfuðskanna

Loris Karius.
Loris Karius. AFP

Loris Karius markvörður Liverpool fór í höfuðskanna í Bandaríkjunum á dögunum en menn höfðu áhyggjur af því að hann hefði orðið fyrir höfuðmeiðslum eftir hafa fengið högg á höfuðið í viðskiptum sínum Sergio Ramos fyrirliða Real Madrid í úrslitaleik Liverpool og Real Madrid í Meistaradeildinni.

Karius gerði sig sekan um tvenn hræðileg mistök í leiknum sem Real Madrid hafði betur í 3:1.

Karius flaug til Bandaríkjanna í frí eftir stutt stopp í Englandi eftir úrslitaleikinn en til þess að tryggja velferð leikmanns síns þá var sendur á Massachusetts General sjúkrahúsið í Boston þar sem hann fór í höfuðskanna.

Vefur ESPN greinir frá þessu en þar kemur fram að Liverpool hafi ekki viljað svara fyrirspurnum um málið. Karius er væntanlegur til Liverpool í byrjun júlí þegar undirbúningstímabilið hefst hjá liðinu en framtíð hans er óviss hjá félaginu.

mbl.is