Liverpool sektað um 2,5 milljónir

Stuðningsmenn Liverpool lögðu liðsrútu Manchester City í rúst fyrir fyrri ...
Stuðningsmenn Liverpool lögðu liðsrútu Manchester City í rúst fyrir fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í vor. AFP

Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur verið sektað um 17.600 pund af evrópska knattspyrnusambandinu en það samsvarar um 2,5 milljónum íslenskra króna. Sektina fær félagið fyrir að leggja liðsrútu Manchester City í rúst fyrir fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem fram fór í byrjun apríl.

Leiknum lauk með 3:0 sigri Liverpool en fyrir leik grýttu stuðningsmenn liðsins flöskum, flugeldum og múrsteinum í rútuna með þeim afleiðingum að hún gjöreyðilagðist. Einvígi liðanna lauk með samanlögðum 5:1 sigri Liverpool sem fór alla leið í úrslitaleikinn þar sem liðið tapaði fyrir Real Madrid í Kiev í Úkraínu, 3:1.

mbl.is