Fekir á leið í læknisskoðun hjá Liverpool

Nabil Fekir er á leið í læknisskoðun hjá Liverpool en …
Nabil Fekir er á leið í læknisskoðun hjá Liverpool en það er L'Équipe sem greinir frá þessu í kvöld. AFP

Nabil Fekir, sóknarmaður franska knattspyrnufélagsins Lyon, er á leið í læknisskoðun hjá Liverpool en það er franski miðillinn L'Équipe sem greinir frá þessu í kvöld. Fekir hefur verið sterklega orðaður við Liverpool að undanförnu og nú virðast félagskiptin loksins vera að ganga í gegn.

Kaupverðið er í kringum 60 milljónir punda en Liverpool hefur sent læknateymi sitt til Frakklands þar sem Fekir æfir nú með franska landsliðinu. Hann er í landsliðshópnum sem fer á HM í Rússlandi en liðið leikur vináttuleik við Bandaríkin í Lyon á morgun og flýgur svo til Rússlands á laugardaginn.

mbl.is