Gerrard fær leikmann frá Liverpool

Steven Gerrard.
Steven Gerrard. AFP

Steven Gerrard nýráðinn knattspyrnustjóri skoska úrvalsdeildarliðsins Rangers og fyrrverandi fyrirliði Liverpool er búinn að tryggja sér þjónustu eins leikmanns Liverpool á næstu leiktíð.

Hinn 20 ára gamli miðjumaður Ovie Ejaria hefur verið lánaður til Rangers eftir að hafa gert nýjan langtímasamning við Liverpool.

„Þetta er frábær tilfinning. Ég er búinn að vera hjá Liverpool í fjögur ár og ég er virkilega ánægður með að hafa framlengt samninginn við félagið,“ segir Ejaria á vef Liverpool.

Ejaria hefur spilað tvo deildarleiki með Liverpool en hann í láni hjá Sundeland hluta af síðustu leiktíð og lék 11 leiki með liðinu.

mbl.is