Can og Flanagan yfirgefa Liverpool

Emre Can hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool.
Emre Can hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool. AFP

Enska knattspyrnufélagið Liverpool staðfesti í dag að þeir Emre Can og John Flanagan myndu yfirgefa félagið þegar samningar þeirra renna út um mánaðarmótin næstu. Emre Can kom til Liverpool frá Bayer Leverkusen árið 2014 og hefur verið lykilmaður í liðinu síðan Jürgen Klopp tók við stjórnartaumunum á Anfield í október 2015. Hann kom við sögu í 38 leikjum með liðinu á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði fjögur mörk og lagði upp önnur fjögur.

Flanagan er uppalinn hjá Liverpool en hann spilaði sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir félagið árið 2010. Hann er 25 ára gamall en hann eyddi síðustu leiktíð á láni hjá Boltan Wanderers se m leikur í ensku B-deildinni. Þá var hann einnig á láni hjá Burnley, tímabilið 2016-2017 þar sem hann spilaði sex leiki fyrir félagið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert