Hefur ekki í hyggju að selja Chelsea

Roman Abramovich, eigandi Chelsea.
Roman Abramovich, eigandi Chelsea. AFP

Roman Abramovich, eigandi Chelsea, ætlar ekki að selja félagið og hefur hann hafnað kauptilboði frá breskum kaupsýslumanni.

Áformum Abramovich og Chelsea um uppbyggingu nýs leikvangs í Lundúnum hefur verið slegið á frest þar sem félagið telur slíkt verkefni ekki skynsama fjárfestingu á þessum tíma, en Félagið hafði fengið heimild til að reisa nýjan 60 þúsund manna leikvang.

Í kjölfar þess var talið að breskur kaupsýslumaður að nafni Jim Ratcliffe hafi gert tilboð í félagið en því var snarlega hafnað.

Abramovich var ekki á Wembley er Chelsea vann enska bikarinn í síðasta mánuði þar sem hann hefur ekki landvistarleyfi. Rússinn fékk ísraelskan ríkisborgararétt á dögunum og getur því aðeins heimsótt Bretland í sex mánuði á ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert