Bale vill bara fara í ensku úrvalsdeildina

Gareth Bale vill komast aftur í ensku úrvalsdeildina.
Gareth Bale vill komast aftur í ensku úrvalsdeildina. AFP

Gareth Bale, leikmaður spænska knattspyrnufélagsins Real Madrid vill bara fara í ensku úrvalsdeildina, ef hann ákveður að yfirgefa félagið í sumar. Bale hefur ekki átt fast sæti í liði Real Madrid undanfarin ár en hann hefur verið afar óheppinn með meiðsli í gegnum tíðina.

Hann var hins vegar heill, meira og minna allt þetta keppnistímabil en Zinedine Zidane, þáverandi knattspyrnustjóri liðsins ákvað hins vegar að geyma hann á bekknum. Það var talið öruggt að Bale myndi fara frá félaginu í sumar en eftir að Zidane hætti með liðið í byjun mánaðarins er framtíð velska landsliðsmannsins nú í óvissu.

Manchester United er sagt mjög áhugasamt um leikmanninn og þá hefur Bayern München einnig áhuga á honum. Mail greinir frá því í dag að fari svo að leikmaðurinn ákveði að yfirgefa Real Madrid, þá vilji hann eingöngu fara aftur í ensku úrvalsdeildina en hann spilaði með Tottenham á árunum 2007 til 2013. Bale kom til Real Madrid árið 2013 og á að baki 126 leiki fyrir félagið þar sem hann hefur skoraði 70 mörk. Hann byrjaði 20 leiki með Real Madrid í spænsku 1. deildinni á nýliðnni leiktíð þar sem hann skoraði 16 mörk og lagði upp önnur tvö.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert