Deulofeu til Watford

Gerard Deulofeu skrifaði undir fimm ára samning við Watford í ...
Gerard Deulofeu skrifaði undir fimm ára samning við Watford í dag. Ljósmynd/@WatfordFC

Gerard Deulofeu er genginn til liðs við enska knattspyrnufélagið Watford, sem leikur í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, en þetta staðfesti félagið á heimasíðu sinni. Deulofeu eyddi síðari hluta síðasta tímabils á láni hjá Watford en hann kemur til félagsins frá Barcelona.

Watford borgar 11,5 milljónir punda fyrir sóknarmanninn og skrifar hann undir fimm ára samning við félagið. Hann er fyrstu kaup félagsins í sumar, en Deulofeu spilaði sjö leiki fyrir Watford í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu, þar sem hann skoraði 1 mark.

mbl.is