Kolbeinn Finnsson til Brentford

Kolbeinn Finnsson skrifaði undir tveggja ára samning við Brentford í …
Kolbeinn Finnsson skrifaði undir tveggja ára samning við Brentford í morgun. Ljósmynd/@BrentfordFC

Kolbeinn Finnsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við enska knattspyrnufélagið Brentford en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Kolbeinn er 18 ára gamall sóknarmaður en hann kemur til félagsins frá hollenska liðinu Gröningen þar sem samningur hans var runninn út.

Kolbeinn hefur verið fastamaður í U21 árs landsliði Íslands en hann er uppalinn hjá Fylki í Árbænum. Brentford leikur í ensku B-deildinni en Kolbeinn mun æfa með unglingaliðum félagsins til að byrja með.

Markmaðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson gekk til liðs við félagið frá Breiðablik á dögunum en alls hafa fimm Íslendingar spilað fyrir félagið í gegnum árin. Þeir Hermann Hreiðarsson, Ívar Ingimarsson, Gunnar Einarsson, Ólafur Gottskálksson og Ólafur Ingi Skúlason.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert