Arsenal að fá tvo nýja leikmenn

Sokratis Papastathopoulos mun skrifa undir samning við Arsenal á næstu ...
Sokratis Papastathopoulos mun skrifa undir samning við Arsenal á næstu dögum. AFP

Enska knattspyrnufélagið Arsenal er að ganga frá kaupunum á þeim Bernd Leno og Sokratis Papastathopoulos en það er Sky Sports sem greinir frá þessu. Leno er 26 ára gamall markmaður sem hefur spilað með Bayer Leverkusen frá áriinu 2011 en hann er uppalinn hjá Stuttgart.

Sokratis er þrítugur miðvörður sem hefur spilað með Borussia Dortmund í þýsku 1. deildinni frá árinu 203 en hann er uppalinn hjá AEK Aþenu í Grikklandi. Hann á að baki 79 landsleiki fyrir Grikki þar sem hann hefur skorað 3 mörk.

Arsenal hafnaði í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og mun spila í Evrópudeildinni á næstu leiktíð en Unai Emery var ráðinn knattspyrnustjóri liðsins á dögunum og tók við starfinu af Arsene Wenger sem hafði stýrt liðinu frá árinu 1996.

mbl.is