Arsenal og City mætast í fyrstu umferðinni

Tímabilið á Englandi byrjar með látum þegar Arsenal fær Manchester ...
Tímabilið á Englandi byrjar með látum þegar Arsenal fær Manchester City í heimsókn á Emirates. AFP

Enska úrvalsdeildin í knattspyrnu gaf í morgun út leikjaplan sitt fyrir komandi keppnistímabil. Það er stórleikur í fyrstu umferðinni því Arsenal tekur á móti ríkjandi meisturum í Manchester City. Liverpool fær West Ham í heimsókn og þá tekur tekur Manhcester United á móti Leicester City.

Wolves fær Gylfa Þór Sigurðsson og liðsfélaga hans í Everton í heimsókn og Jóhann Berg Guðmundsson og samherjar hans í Burnley fara til Southampton. Aron Einar Gunnarsson fer svo með Cardiff til Bournemouth. Fyrsta umferð deildarinnar fer fram 11. ágúst næstkomandi.

Leikjaplanið í heild sinni má sjá með því að smella hér. 

mbl.is
L M Stig
1 Rússland 2 8 6
2 Úrúgvæ 2 2 6
3 Egyptaland 2 1 0
4 Sádi-Arabía 2 0 0
L M Stig
1 Spánn 2 4 4
2 Portúgal 2 4 4
3 Íran 2 1 3
4 Marokkó 2 0 0
L M Stig
1 Frakkland 1 2 3
2 Danmörk 1 1 3
3 Ástralía 1 1 0
4 Perú 1 0 0
L M Stig
1 Króatía 1 2 3
2 Ísland 1 1 1
3 Argentína 1 1 1
4 Nígeria 1 0 0
L M Stig
1 Serbía 1 1 3
2 Sviss 1 1 1
3 Brasilía 1 1 1
4 Kostaríka 1 0 0
L M Stig
1 Svíþjóð 1 1 3
2 Mexíkó 1 1 3
3 Þýskaland 1 0 0
4 Suður-Kórea 1 0 0
L M Stig
1 Belgía 1 3 3
2 England 1 2 3
3 Túnis 1 1 0
4 Panama 1 0 0
L M Stig
1 Senegal 1 2 3
2 Japan 1 2 3
3 Pólland 1 1 0
4 Kólumbía 1 1 0
Sjá alla riðla