Bielsa ráðinn stjóri Leeds United

Marcelo Bielsa er nýjasti stjóri Leeds United.
Marcelo Bielsa er nýjasti stjóri Leeds United. AFP

Marcelo Bielsa hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska B-deildar félagsins Leeds United en heimasíða félagsins staðfesti þetta í morgun. Paul Heckingbottom var rekinn frá félaginu um mánaðarmótin en félagið hefur verið  duglegt að skipta um knattspyrnustjóra á undanförnum árum.

Hann er gríðarlega reynslumikill þjálfari en hann þjálfaði síðast Lille í frönsku 1. deildinni. Þá hefur hann þjálfað lið á borð við Lazio, Marseille, Athletic Bilbao og landslið Síle og Argentínu á ferlinum. Hann er 62 ára gamall en Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City hefur margoft talað um Bielsa sem besta knattspyrnustjóra heims.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert