Wilshere á förum frá Arsenal

Jack Wilshere mun yfirgefa Arsenal þegar samningur hans rennur út.
Jack Wilshere mun yfirgefa Arsenal þegar samningur hans rennur út. AFP

Jack Wilshere, miðjumaður enska knattspyrnufélagsins Arsenal mun yfirgefa félagið um mánaðarmótin þegar samningur hans rennur út en þetta staðfesti hann í kvöld. Wilshere kom til Arsenal árið 2001 og hefur spilað upp alla yngri flokkana með liðinu en hann hefur verið afar óheppinn með meiðsli, undanfarin ár.

„Ég get hér með staðfest að ég mun yfirgefa Arsenal þegar samningur minn rennur út um mánaðarmótin,“ sagði Wilshere á samskiptamiðlinum Instagram. „Eftir að hafa rætt við bæði stjórnarmenn félagsins og stjórann, Unai Emery kom lítið annað til greina hjá mér en að yfirgefa félagið.“

Wilshere kom við sögu í 20 leikjum með Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð þar sem hann skoraði eitt mark og lagði upp önnur þrjú. Hann hefur verið orðaður við lið í ítölsku A-deildinni, þar á meðal Napoli og AC Milan og þá hafa lið í ensku úrvalsdeildinni einnig sýnt honum áhuga að undanförnu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert