Conte fær reisupassann

Antonio Conte.
Antonio Conte. AFP

Antonio Conte verður rekinn úr starfi knattspyrnustjóra hjá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea á næstu dögum og við starfi hans tekur fyrrverandi þjálfari ítalska liðsins Napoli, Maurizio Sarri.

Breskir fjölmiðlar greina frá þessu í dag en eftir að hafa stýrt liði Chelsea til sigurs í ensku úrvalsdeildinni í fyrra endaði Chelsea í 5. sæti og varð bikarmeistari á síðustu leiktíð.

Sarri lét af störfum hjá Napoli í sumar en undir hans stjórn varð Napoli í öðru sæti á eftir Juventus en hann tók við þjálfun liðsins árið 2015.mbl.is