Loftus-Cheek íhugar að fara frá Chelsea

Ruben Loftus-Cheek mun fara frá Chelsea ef hann fær ekki ...
Ruben Loftus-Cheek mun fara frá Chelsea ef hann fær ekki að spila. AFP

Hinn 22 ára gamli knattspyrnumaður Ruben Loftus-Cheek mun íhuga að yfirgefa Chelsea fái hann ekki að spila.

Loftus-Cheek, sem átti góða innkomu fyrir England gegn Túnis, hefur lítið fengið að spila fyrir Chelsea og var lánaður til Crystal Palace á síðasta tímabili þar sem hann spilaði 26 leiki og hjálpaði liðinu að bjarga sér frá falli. 

Loftus-Cheek, sem á enn þá þrjú ár eftir af samningi sínum, segir að hann verði að spila sem allra mest eigi hann að halda áfram að bæta sig sem leikmaður: „Það er lykillinn að því hvar ég spila á næsta tímabili. Ég vil spila. Ég vil spila eins mikið og ég get.“

„Ég skil að Chelsea er stór klúbbur og að það er alltaf pressa á þjálfarana að vinna titla. Við sjáum hvað setur. Ég er öruggur með mína hæfileika og ég veit að ég get staðið mig vel hvar svo sem það er.“

mbl.is
L M Stig
1 Úrúgvæ 3 5:0 9
2 Rússland 3 8:4 6
3 Sádi-Arabía 3 2:7 3
4 Egyptaland 3 2:6 0
L M Stig
1 Spánn 3 6:5 5
2 Portúgal 3 5:4 5
3 Íran 3 2:2 4
4 Marokkó 3 2:4 1
L M Stig
1 Frakkland 3 3:1 7
2 Danmörk 3 2:1 5
3 Perú 3 2:2 3
4 Ástralía 3 2:5 1
L M Stig
1 Króatía 3 7:1 9
2 Argentína 3 3:5 4
3 Nígeria 3 3:4 3
4 Ísland 3 2:5 1
L M Stig
1 Brasilía 3 5:1 7
2 Sviss 3 5:4 5
3 Serbía 3 2:4 3
4 Kostaríka 3 2:5 1
L M Stig
1 Svíþjóð 3 5:2 6
2 Mexíkó 3 3:4 6
3 Suður-Kórea 3 3:3 3
4 Þýskaland 3 2:4 3
L M Stig
1 Belgía 3 9:2 9
2 England 3 8:3 6
3 Túnis 3 5:8 3
4 Panama 3 2:11 0
L M Stig
1 Kólumbía 3 5:2 6
2 Japan 3 4:4 4
3 Senegal 3 4:4 4
4 Pólland 3 2:5 3
Sjá alla riðla