Moggi segir Pjanic á förum til Chelsea

Miralem Pjanić er að ganga til liðs við Chelsea samkvæmt …
Miralem Pjanić er að ganga til liðs við Chelsea samkvæmt fyrrum framkvæmdastjóra Juventus. AFP

Miralem Pjanić, miðjumaður ítalska knattspyrnufélagsins Juventus er á förum til Chelsea í sumar en það er Luciano Moggi, fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins sem greinir frá þessu. Pjanić er af mörgum talinn einn besti miðjumaðurinn í Evrópu í dag en hann kom til Juventus sumarð 2016 frá Roma. Juventus borgaði 32 milljónir evra fyrir hann en hann hefur spilað á Ítalíu, undanfarin sjö ár.

Maurizio Sarri, fyrrverandi knattspyrnustjóri Napoli er sagður vera að taka við Chelsea en Antonio Conte, núverandi stjóri liðsins á ár eftir af samningi sínum við félagið. Enskir miðlar eru hins vegar sannfærðir um það að Conte verði rekinn á næstu dögum og Sarri verði ráðinn í hans stað. Pjanić byrjaði 28 leiki með Juventus í ítölsku A-deildinni á síðustu leiktíð þar sem hann skoraði fimm mörk og lagði upp önnur átta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert