Real Madrid vill fá Fekir

Nabil Fekir er orðaður við Real Madrid í dag.
Nabil Fekir er orðaður við Real Madrid í dag. AFP

Nabil Fekir, sóknarmaður franska knattspyrnufélagsins Lyon er eftirsóttur þessa dagana en hann hefur verið sterklega orðaður við Liverpool í sumar. David Maddock, blaðamaður hjá Mirror fullyrðir í dag að spænska stórliðið Real Madrid hafi blandað sér í baráttuna um leikmanninn en þetta hefur hann eftir Jean-Michel Aulas, forseta Lyon.

Fekir gekkst undir læknisskoðun hjá Liverpool nokkrum dögum áður en heimsmeistaramótið í Rússlandi hófst. Forráðamenn Liverpool voru hins vegar ekki par sáttir við útkomuna á læknisskoðun leikmannsins og reyndu að lækka verðmiðann á Fekir.

Lyon var ekki tilbúið að láta leikmanninn fara fyrir minna en 60 milljónir punda og því varð ekkert úr félagaskiptunum. Maddock greinir frá því að kvöld að leikmaðurinn vilji ennþá komast til Liverpool en hann gæti nú einnig íhugað þann möguleika að færa sig yfir til Spánar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert