Klopp kemur Karius til varnar

Loris Karius hefur ekki átt sjö dagana sæla.
Loris Karius hefur ekki átt sjö dagana sæla. AFP

Þýski markmaðurinn Loris Karius gerði sig sekan um slæm mistök er Liverpool vann 3:2-sigur á Tranmere í leik á undirbúningstímabilinu í gærkvöldi. Karius hefur verið mikið gagnrýndur, en hann gerði einnig tvö skelfileg mistök á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu.

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, kom markmanninum til varnar eftir leik og segir að hann muni læra af þeim. 

„Mistökin gerast, mér líkar ekki vel við þau og ekki honum heldur. Þetta var ekki auðvelt skot til að verja," sagði Klopp, en Karius missti boltann klaufalega frá sér eftir aukaspyrnu og fékk á sig mark í kjölfarið. 

„Við gerum það besta úr þessu og reynum að læra af mistökunum. Karius verður örugglega gagnrýndur áfram þangað til hann á nokkra frábæra leiki í röð," sagði Klopp að lokum. 

mbl.is